Mar
06
Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Mótið er haldið í samstarfi við Norwegian Open sem er sambærilegt stórmót í Noregi. Keppt verður í ýmsum greinum frjálsra skíðaíþrótta (freeskiing) og á snjóbrettum. Stefnt er að því að fyrsta árið verði keppendur um 100 frá Norðurlöndunum, einkum Noregi, Svíþjóð og Íslandi, en að í nánustu framtíð verði keppendur ríflega eitt þúsund og þá teygi mótið sig einnig yfir á skíðasvæðin á Dalvík og Siglufirði.

Fyrirmynd Iceland Winter Games er áðurnefnt Norwegian Open mót sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan það var fyrst haldið árið 2009 og stækkað ár frá ári. Mótið er nú hluti AFP-sambandsins (afpworldtour.com) sem heldur utan um mótaraðir í freeskiing og er eins konar regnhlífarsamtök atvinnumanna í íþróttinni. Freeskiing er sú grein vetraríþrótta sem vex hraðast í heiminum og er til dæmis talið að hátt í 400.000 iðkendur séu í Noregi en fimm Norðmenn eru meðal þeirra 20 bestu í heiminum.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Icelandic Winter Games