Akureyri er höfuðborg norðursins en þar er að finna fallegar byggingar og náttúru auk þess sem skíðamiðstöðin í Hlíðarfjalli er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Accomodation Akureyri. Það er fleira hægt að gera á Akureyri en að fara á skíði. Sundlaug Akureyrar er í göngufjarlægð frá Accommodation Akureyri sem og fullt af veitingastöðum og kaffihúsum. Accommodation Akureyri er með eigið kaffihús þar sem boðið er upp á ljúffengan morgunverð. Þú getur farið í bogfimi í Bogfimisetrinu eða í keilu á Keilan Akureyri.

Á Akureyri er einn af nyrstu golfvöllum í heimi, Jaðarsvöllur. Þú getur farið í bátsferðir og fuglaskoðun eða í ferð yfir á Grímsey eða Hrísey. Mikið af fallegum gönguleiðum og útivistarsvæðum eru á Akureyri eins og Kjarnaskógur og Lystigarðurinn. Það er einnig hægt að fara á hestbak, skoða hvali eða elta norðurljósin. Ef þú færð ekki nóg af jólunum geturðu skoðað jólagarðinn, farið á skauta, á sjósleða eða í snjótroðaraferðir.

Það er mikið af veiðiám og vötnum á Akureyri og fyrir adrenalínsjúka er í boði að fara á svifvængjasetrið, í útsýniflug eða rafting.

Meiri upplýsingar um skemmtilega afþreyingu á Akureyri má finna á vef Akureyrarstofu.

Bókaðu núna