Hér getur þú séð skemmtilega viðburði og hátíðir sem munu eiga sér stað á Akureyri árið 2015. Bókaðu gistingu hjá Accommodation Akureyri og ekki missa af neinu!

Bókaðu núna

 

 

Mar
06

Íslensku vetrarleikarnir

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Mótið er haldið í samstarfi við Norwegian Open sem er sambærilegt stórmót í Noregi. Keppt verður í ýmsum greinum frjálsra skíðaíþrótta (freeskiing) og á snjóbrettum. Stefnt er að því að fyrsta árið verði keppendur um 100 frá Norðurlöndunum, einkum Noregi, Svíþjóð og Íslandi, en að í nánustu framtíð verði keppendur ríflega eitt þúsund og þá teygi mótið sig einnig yfir á skíðasvæðin á Dalvík og Siglufirði.

Fyrirmynd Iceland Winter Games er áðurnefnt Norwegian Open mót sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan það var fyrst haldið árið 2009 og stækkað ár frá ári. Mótið er nú hluti AFP-sambandsins (afpworldtour.com) sem heldur utan um mótaraðir í freeskiing og er eins konar regnhlífarsamtök atvinnumanna í íþróttinni. Freeskiing er sú grein vetraríþrótta sem vex hraðast í heiminum og er til dæmis talið að hátt í 400.000 iðkendur séu í Noregi en fimm Norðmenn eru meðal þeirra 20 bestu í heiminum.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Icelandic Winter Games

Apr
09

AK Extreme 2015

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri.
Hátíðin stendur i þrjá daga og er sett á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Aðalviðburðurinn er keppni og sýning sem fram fer í gilinu (Kaupvangsstræti) á Akureyri á snjóbrettapalli þar sem 15 – 20 bestu iðkendur á Íslandi fá að spreyta sig. Einnig verður boðið upp á keppni á Ráðhústorgi.
Tónlistarviðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri og Pósthúsbarnum.

Nánari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á www.facebook.com/akxtreme

Apr
22

Andrésar Andar leikarnir

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Leikarnir voru fyrst haldnir 1976 og hafa verið árviss atburður síðan og notið vaxandi hylli allra sem þar hafa komið nálægt, bæði barna og fullorðinna. Þetta er lang fjölmennasta skíðamót landsins, hátt í 1.000 keppendur á aldrinum 7-15 ára keppa í svigi og stórsvigi, göngu, bæði hefðbundinni og með frjálsri aðferð, að ógleymdri keppni í þrautabraut.

Fjölmargir skíðamenn eiga ljúfar minningar frá leikum liðinna ára og ekki er óalgengt að sjá fyrrum keppendur mæta brosandi með börnin sín á Andrésar leikana og flestir ef ekki allir okkar bestu skíðamenn byrjuðu sinn keppnisferil þar.

Andrésar Andar leikarnir verða haldnir 24. – 27. apríl 2014

Skíðafélag Akureyrar stendur á bak við leikana og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu þeirra.

Jun
17

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Tímasetning: 12:45 / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar háan sess í hugum Akureyringa sem og allra landsmanna. Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum. Þaðan er farið í skrúðgöngu niður í miðbæ þar sem boðið er upp á fjölskylduskemmtun um daginn og svo aftur um kvöldið og fram að miðnætti. Dagskrá lýkur með marseringu nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri á torginu um miðnætti. Skátafélagið Klakkur hefur séð um skipulag hátíðarhaldanna á Ráðhústorgi síðan 2008.

Jun
18

Bíladagar

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Bíladagar eru einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu þessa daga þar sem gestir geta fengið gúmmífnykinn beint í æð. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga sem og Go-Kart leigu.

Bíladagar 2015 verða haldnir 16. – 21. júní. Farðu á BA.is til þess að fá meiri upplýsingar og skoða myndir.

Jun
25

Arctic Open golfmótið

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Arctic Open golfmótið verður haldið 25. – 27. júní á Golfvelli Akureyrar að Jaðri sem er einn nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi. Spilað verður yfir hánótt að staðartíma og gerir það mótið svo sérstakt. Keppnisdagar eru tveir og keppt verður í tveimur flokkum, með og án forgjafar. Mótið er alþjóðlegt og verða 18 holur spilaðar hvern dag en leikið verður eftir Stableford punktakerfi. Mótið hefst með opnunarhátíð og skráningu á fimmtudeginum og verða leikmenn svo ræstir út frá kl. 16 og spilað veður fram á rauða nótt. Aftur verða svo leiknar 18 holur á föstudeginum og svo verður slegið til veislu og verðlaunaafhendingar á laugardeginum.

Nánari upplýsingar má sjá á á heimasíðu Arctic Open.

Jun
28

Akureyrarvaka

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð  og er áhersla lögð á að fá íbúa til að taka þátt og njóta. Vísindasetrið, Draugaslóðin í Innbænum, Rökkurró, líflegt Listagil og tónlist munu spila stórt hlutverk ásamt mörgum minni viðburðum.

Akureyrarvaka 2015 verður haldin dagana  28.-30. ágúst.

Jul
30

Ein með öllu

Tímasetning: Engin tímasetning / Staðsetning: Akureyri, Iceland

Ein með öllu er árleg fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina á Akureyri þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það eru Vinir Akureyrar sem standa að Einni með öllu í samvinnu við Akureyrarstofu.

Gríðarlega fjölbreytt dagskrá verður í boði alla helgina en nánari upplýsingar um hana má nálgast á heimasíðu Ein með öllu.