Móttaka Accommodation Akureyri er staðsett að Skipagötu 4, 600 Akureyri. Þú finnur nákvæma staðsetningu á kortinu hér að neðan.

Öll gistirými Accommodation Akureyri, íbúðir, herbergi og svefnpokapláss eru staðsett í þremur húsum við Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þú bókar gistingu hjá okkur gætirðu verið staðsettur á Skipagötu 4, Skipagötu 2 eða Brekkugötu 3. Þú getur séð nákvæma staðsetningu fyrir hvert gistirými í viðeigandi lýsingu.

 

Leiðbeiningar

Keyrðu:

Það tekur um það bil 5 klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Akureyrar. Fyrir nákvæmar leiðbeiningar mælum við með því að leita að okkur á Google maps eða Já.is.

Taktu rútu:

Það er mögulegt að taka strætó á Akureyri. Ferðin tæki um 6 tíma frá Reykjavík. Fyrir frekari upplýsingar, tímatöflu og brottfararstaði skoðið þá Strætó.is.

Sterna rútufyrirtæki er með skipulagðar ferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur á sumrin. Frekari upplýsingar á heimasíðu Sternu.

Fljúgðu:

Þú getur einnig tekið flugið til Akureyrar með Flugfélagi Íslands. Flugið frá Reykjavík tekur aðeins 45 mínútur.

Samgöngur á Akureyri

Leigubílar:

Það er eitt leigubílafyrirtæki á Akureyri. Það heitir BSO og veitir þjónustu allan sólarhringinn. Þú getur bókað ferð með þeim fyrirfram og reynt að semja um verð eða hringt í þá þegar þig vantar bíl.

Strætó:

Það er frítt í strætó á Akureyri. Tímatöflu er hægt að nálgast hér og yfirlitsmynd af leiðarkerfi hér.

Einkabíll:

Ef þú ert að ferðast innanbæjar á Akureyri á einkabíl er mjög sniðugt að nálgast svokallaða bílastæðaklukku. Ef þú notar hana rétt á ákveðnum bílastæðum þarftu ekki að greiða fyrir bílastæðið. Þú getur fengið þessa klukku í Hofi, í bönkum, sumum búðum og bensínstöðvum.

Bókaðu núna